28.11.1946
Neðri deild: 26. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (71)

45. mál, menntaskólar

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. —Ég vil aðeins að gefnu tilefni upplýsa það, að í reglugerð fyrir Menntaskólann í Reykjavik, sem hann hefur starfað eftir hingað til. er kennslustundafjöldi kennara ákveðinn 24 stundir á viku, nema 22 stundir á viku fyrir yfirkennara. En yfirkennari er sá kennari, sem gegnt hefur kennslu við skólann í sextán ár. Þarna er þannig um tvö mörk að ræða í reglugerðinni fyrir þennan skóla, sem gilt hefur þangað til í haust.

Enn fremur vil ég upplýsa það, að venjulega hefur það verið svo við menntaskólann. að þegar kennari hefur verið kominn á gamals aldur, orðinn sextugur eða svo, þá hefur verið fækkað skyldukennslustundum hans, jafnvel niður fyrir 20 kennslustundir á viku. Þegar þessi hv. þd. fjallaði um frv. til l. um menntaskóla á síðasta vetri, afgr. hún það frá sér þannig, að í frv. var gert ráð fyrir, að kennslustundafjöldi kennara yrði ákveðinn í reglugerð, og það þá þannig hugsað, að það mundi verða sami tími og í gömlu reglugerðinni. Sú breyt. varð hins vegar á nefndu frv. í hv. Ed. við 3. umr., að sett var markið 2 í stundir fyrir kennara að kenna á viku, miðað við 45 mínútna kennslutíma. Þeirri hv. d. var ljóst, að hún var að hækka kennslustundafjöldann á viku, sumpart úr 24 stundum og sumpart úr 22 stundum, upp í 27 stundir á viku. En það var annað, sem þeirri hv. Ed. var ekki ljóst þá. Hv. þm. stóðu þá þar í nokkrum misskilningi. það kom þar fram við umr., að hv. d. hélt, að þegar ákveðið væri í l., að kennslustundin skyldi vera 45 mínútur, þá væri verið að stytta kennslustundina frá því, sem verið hefur. Því var þá haldið fram þar í hv. d., að kennslustundin hefði verið 50 mínútur og nú væri hún færð niður í 45 mínútur, og það yrði því stytting vinnudagsins, ef ákveðið væri, að kennslustundin skyldi vera 45 mínútur, ef skyldukennslan á viku væri ekki nema 24 stundir, eins og áður hefði verið. Þetta var byggt á misskilningi, því að lengi hafði kennslustundin við menntaskólana ekki verið nema 45 mínútur. Ég efast um, að hv. Ed. hefði gengið frá þessu atriði í frv. á þann hátt. sem gert var, ef henni hefði verið þetta ljóst.

Af þeim ástæðum, sem ég hef greint, tel ég ekki ástæðu til. að hæstv. Alþ. setji sig á móti því, að þetta sé fært til þess horfs, sem það hefur verið í hjá menntaskólunum Og þannig ætlaðist þessi hv. þd. til, að þetta yrði. þegar hún skilaði frv. frá sér í fyrra, þó að hv. d. samþ. frv. hins vegar eins og það kom frá hv. Ed., eftir að því hafði verið breytt þar í þessu atriði.

Mér skildist á hv. 5. þm. Reykv., að hann teldi, að kennarar fengju sérstaklega borgað fyrir að leiðrétta stíla og aðra óhjákvæmilega heimavinnu vegna kennslunnar í skólanum. Þetta er misskilningur. Að sjálfsögðu fá kennarar enga aukaborgun fyrir þessa heimavinnu. En ég hygg. að þessi misskilningur sé kominn inn í huga þessa hv. þm. fyrir það, að í samningum við tímakennara hefur verið tekið tillit til þessa. En fastir kennarar verða að gegna öllum þeim skyldum, sem fylgja þeirra kennslustundafjölda, fyrir sín föstu laun.

Ég er í höfuðdráttum samþykkur hv. þm. V-Húnv. um yfirvinnu við opinberar stofnanir. Ég tel, að yfirvinna ætti helzt ekki að eiga sér stað hjá opinberum stofnunum og þá ekki hjá kennarastéttinni heldur. Það ætti að ákveða hverjum manni, sem vinnur fyrir það opinbera, þá vinnu, sem hæfilegt telst að leggja á hann, fyrir þau laun, sem honum eru ákveðin með l. Hitt er rétt að taka fram um kennarana, að það er sérstaklega auðvelt að mæla þeirra vinnu í stundum og mínútum, og það er öllum ljóst, að það megi leyfa kennurum aukavinnu. En ég tel ákaflega óæskilegt. að kennarar við opinbera skóla kenni meira, en þeim er ætlað samkv. l. En það hefur verið mjög erfitt t.d. að fá kennara að Menntaskólanum á Akureyri. sem hefur aftur leitt til þess, að það hefur orðið að gera mikið að því að láta hina fáu kennara taka aukavinnu.