21.05.1947
Neðri deild: 136. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 704 í B-deild Alþingistíðinda. (720)

217. mál, innkaupastofnun ríkisins

Frsm. meiri hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. Hv. síðasti ræðumaður kannaðist ekki við neina stofnun, sem er innflytjandi, en kaupir þó af öðrum innflytjendum. En ég vil t.d. benda á innflytjendasamband matvörukaupmanna. Innflytjendurnir eru allir meðal heildsala. Þeir gera tilboð, og lægsta tilboðinu er síðan jafnan tekið, og einum þannig falið að kaupa inn fyrir alla hina. Þetta fyrirkomulag reyndist vel á stríðsárunun, og þetta er almennt. En hitt er jafnfráleitt, að ríkisstofnanir verði alltaf að skipta við einn innflytjanda eða megi aldrei skipta við hann.