06.05.1947
Neðri deild: 122. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 855 í B-deild Alþingistíðinda. (782)

195. mál, fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit

Gylfi Þ. Gíslason:

Ég tel sjálfsagt, að ríkisstofnanir eins og bankarnir framfylgi stefnu, sem ríkisstj. ákveður á hverjum tíma, og ég tel, að ríkisvaldið geti látið þessar stofnanir gera það, og ástæðulaust að setja ákvæði um það í lög. Og það er raunar hæpið að fara að setja það í lög, að ríkisstofnanir skuli framfylgja pólitískri stefnu ríkisvaldsins, og segi ég því nei.

Brtt. 725,5.c felld með 20:6 atkv.

4. gr., svo breytt, samþ. með 20 shlj. atkv.

Brtt. 690,2 felld með 22:3 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: JPálm. JJ, IngJ.

nei: JS, JörB, PÞ, PO, SigfS, SG, SEH, SkG, StJSt, StgrSt, ÁÁ, BÁ, EOl, EmJ, EystJ, GSv, GÞG, HÁ, HB, HelgJ, JóhH. BG.

KTh, LJós, ÁkJ.

GÞ greiddu ekki atkv.

6 þm. (ÓTh, SB, SK, FJ, GTh, HermG) fjarstaddir.

2 þm. gerðu grein fyrir atkv. sínu: