14.05.1947
Neðri deild: 128. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í B-deild Alþingistíðinda. (849)

240. mál, félagsheimili

Frsm.(Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég ætla aðeins að segja örfá orð út af því, sem fram kom um þetta mál í ræðu hv. þm. S-Þ. Hann talaði mjög um misskilning og meinlokur, og einu sinni komst hann svo að orði, að um höfuðmeinloku væri að ræða. En það er misskilningur, sem hefur gripið hann um þessi mál öll, og skal ég nú gera nokkra grein fyrir honum.

Hann segir, að 1. gr. sé þannig, að það sé sýnilegt, að þeir, sem að frv. standa, kunni ekki að meta, á hvern hátt þessum málum verði haganlegast fyrir komið í framkvæmd, þar sem þeir gangi alveg fram hjá sveitarstjórnunum. En samkv. þess kost áður að fá þó aðra eins aðstoð og hér er gert ráð fyrir til samkomuhúsabygginga. Við í hinum afskekktu byggðum höfum reynt að rétta við okkar gömlu hús. og vissulega hafa þær tekið nokkrum stakkaskiptum. síðan hv. þm. S-Þ. lagði mikið á sig og heimsótti okkur 1936. Ég hygg nú, að ef hv. þm. S-Þ. vildi taka sér ferð á hendur til okkar nú og athuga, hvernig þessum málum er háttað, mundi hann komast að raun um, að þó að við höfum ekki notið neins styrks, höfum við ekki setið auðum höndum að öllu leyti. En það hefur ekki verið vegna þess, að hreppsnefndirnar hafi haft forgöngu um það, heldur félög áhugamanna, og það hygg ég, að við hv. þm. S-Þ. getum verið sammála um, að bezt sé, að sem minnst reyni á aðgerðir hreppsnefndanna, eins og verið hefur hingað til. Annars virðist hv. þm. S-Þ. hafa sézt yfir það, að í l. um skemmtanaskatt frá 1927 er gert ráð fyrir, að skatturinn renni allur til byggingar þjóðleikhúss í Reykjavík og til starfsemi þar, svo að ef ekki hefði verið breytt um með þessu frv., hefði hann allur runnið hingað í einn stað.

Hef ég þá drepið á helztu aths., sem fram komu hjá hv. þm. S-Þ.