14.05.1947
Neðri deild: 128. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 934 í B-deild Alþingistíðinda. (850)

240. mál, félagsheimili

Pétur Ottesen:

Það var aðeins örlítið. sem ég ætlaði að segja í sambandi við þetta mál.

Það liggja nú fyrir 3 frv., sem öll eru nátengd að því leyti, að eitt þeirra er um breytingu á meðferð skemmtanaskattsins og hin byggjast á þeirri breyt. Það er gert ráð fyrir, að nú skuli 45% af skattinum renna til svo kallaðra félagsheimila, eða sá félagsskapur, sem þar kemur til greina. skuli njóta góðs af þessum skatti.

Það var svo, þegar l. um skemmtanaskatt voru fyrst sett, sem ég ætla, að hafi verið 1918. þá var bæjar- og sveitarfélögum heimilað að leggja slíkan skatt á og nota hann til eigin þarfa. Þetta var gert á nokkrum stöðum, og urðu töluverð not að því fyrir þau sveitarfélög. sem notfærðu sér þessa heimild. Það var því engan veginn án mótmæla þeirra sveitarfélaga, sem höfðu notfært sér þessa heimild, að skatturinn var 1923 gerður almennur innan þeirra takmarka, að hann skyldi ekki ná til sveitarfélaga, sem hefðu innan við 1500 íbúa, og renna allur til byggingar þjóðleikhúss í Reykjavík. Sveitarfélögin voru engan veginn ánægð með að verða að sjá af skattinum til þjóðleikhússins. Þetta hélzt svo um nokkurn tíma, en um nokkur ár var hann tekinn frá þjóðleikhúsinu, og rann þá beint í ríkissjóð. Fyrir nokkrum árum var hann svo aftur tekinn til þjóðleikhússins til aðgerðar á því. Ég veit nú ekki, hvað langt er komið þeim aðgerðum eða hvort húsið er tiltækt til notkunar, en ég veit, að hv. þm. S-Þ. er því kunnugur, því að hann hefur haft mikinn áhuga fyrir þessum málum.

Nú er sú breyt. gerð á tilhögun þessa skatts, að aðeins nokkur hluti hans skal renna til þjóðleikhússins. en 45%, og að því er mér skilst eftir efni frv., til að standa undir rekstri hússins, en hefur hingað til verið ætlaður til að ljúka byggingu þess. En 45% eiga svo að ganga til félagsheimila. En um það frv., sem hér er til umr., verð ég að segja það, að mér finnst ákaflega óeðlilegt, hve sveitarfélög eru þar skágengin. ef þau vilja koma upp samkomuhúsum, eins og hv. þm. S-Þ. hefur réttilega bent á, því að samkvæmt 1. gr. eru þau algerlega útilokuð sem þátttakandi til að njóta styrksins. Í 4. gr. er að vísu talað um, að sveitarfélög komi til greina, en þeim er svo þröngur stakkur skorinn, að ef þau vilja nota bygginguna að einhverju leyti til sinna þarfa, verður að meta það, hve mikið sveitarfélagið ætlar til sinna þarfa, og draga styrkinn frá, sem því nemur. En þetta getur einnig samrýmzt. að sama húsið sé notað að einhverju leyti í þágu sveitarfélagsins og um leið samkomuhús sveitarinnar, þar sem hægt er að hafa leiksýningar, söng og annað, sem er til menningar og gleði. Ég mun því við 3. umr. bera fram brtt. við 1. gr., þar sem bætt sé við, að sama gildi um samkomuhús sveitarfélaga. og einnig um að fella niður 4. gr.

Það má vera, að breyta þurfi einhverju fleira í frv., en það kemur í ljós, þegar ég athuga frv. í þessu skyni. Þá vil ég vekja athygli hv. menntmn. á því, þar sem hún ber fram brtt. við frv., um meðferð skemmtanaskattsins, að þegar verja á skattinum um allt land. þá hlýtur líka að eiga að innheimta hann um allt land. Þar sem fjárveitingin er almenn, hlýtur skatturinn líka að vera almennur, og er merkilegt, að þessa hefur ekki verið gætt, en má vitanlega bæta úr þessu ennþá. Þess er ekki þörf að ræða þetta frekar nú, en þetta kemur til athugunar þegar það frv. kemur til 3. umr. Þá mun einnig allt of naumt skorinn sá hluti skattsins, sem til nota kemur utan Reykjavíkur. Það er hróplegt misrétti að gera svo upp á milli Reykjavíkur og annarra staða á landinu, að skatturinn hefur að öllu leyti borið uppi kostnaðinn við byggingu þjóðleikhússins og auk þess eiga eftirleiðis að renna af honum 45% til rekstrar þess, en framlagið til byggingar samkomuhúsa utan Reykjavíkur má ekki nema meira en 45%, en ekkert til rekstrar þeirra. Auðvitað má segja, að þetta hús hafi almenna þýðingu fyrir landið, þannig að það geti verið til fyrirmyndar. En ég tel, að hér sé ekki farinn sá meðalvegur, sem ber að fara.

Ég vildi með þessum orðum boða þessa brtt. og vildi mælast til þess að geta haft samráð við hv. menntmn., því að það væri langæskilegast, að hún flytti brtt. Einnig væri mjög æskilegt að geta haft samvinnu um þetta við hæstv. menntmrh. Skal ég svo ekki hafa þessi orð fleiri að sinni, en vonast eftir samkomulagi við þessa aðila fyrir 3. umr.