14.05.1947
Neðri deild: 128. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 935 í B-deild Alþingistíðinda. (851)

240. mál, félagsheimili

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það voru aðeins örfá orð vegna ummæla hv. þm. Borgf. Hann minntist á, að í frv. væru sveitarfélögin mjög skágengin. Í 4. gr. eru ákvæði. sem draga úr framlaginu, ef sveitarstjórnir eiga í hlut. En í gr. segir, með leyfi hæstv. forseta: „Áskilji sveitarfélag sér rétt til þess að nota húsið að meira eða minna leyti í öðru skyni, skal draga frá byggingarkostnaði þess fjárhæð, sem telja má hæfilega vegna þessara nota. og má styrkurinn ekki nema meira en 40% af því, sem þá verður eftir.“ Þetta er til þess að koma í veg fyrir misnotkun styrksins, en hins vegar geta sveitarfélög þar fyrir haft samkomulag um afnot hússins, en þetta ákvæði ætti að vera til varnaðar. Þá taldi hv. þm. Borgf., að þar sem styrknum væri nú dreift um allt landið, væri engin ástæða til þess að innheimta hann ekki nema þar sem væru 1500 íbúar eða fleiri, og hélt, að um þetta hefði ekki verið hugsað. Jú, þetta hefur verið vandlega íhugað. en ég og þeir ráðunautar, sem með mér störfuðu að þessu máli, komumst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri ástæða til að innheimta skattinn af öllu landinu, því að okkur sýndist, að ekki væri hægt að skattleggja aðra staði en þá, þar sem saman væru komnir allmargir menn .... [Hér vantar í hndr. kafla frá innanþingsskrifara (Birni Bald)].