18.12.1946
Efri deild: 38. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í B-deild Alþingistíðinda. (86)

45. mál, menntaskólar

Gísli Jónsson:

Ég skal ekki halda uppi löngum deilum um þetta atriði. Ég vil aðeins gera þá fyrirspurn til n., hvort hún hafi orðið við þeim tilmælum mínum við 1. umr. að grennslast eftir, hvaða laun kennarar menntaskólans hafi nú, bæði í föst laun og fyrir aukakennslu, stílavinnu og það, sem þeir fá fyrir próf. Ég hef beðið rektor um þessa sundurliðun, en hef ekki fengið hana enn. Ég vil gjarnan vita, hvort n. hafa verið látnar þessar upplýsingar í té.