19.03.1947
Efri deild: 97. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 965 í B-deild Alþingistíðinda. (887)

27. mál, eftirlit með skipum

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Í aths. út af fyrirspurn hv. 3. landsk. um, hvaða till. til öryggis felist í brtt. mínum og hvort þær raski ekki samræmi 1., þá vil ég benda á, að brtt. mínar eru allar til öryggis, annars hefði ég ekki borið brtt. fram, og ég veit, að það hefur líka vakað fyrir hv. frsm., og er hér því um að ræða aðeins mismunandi sjónarmið. Hv. frsm. hefur átt sæti og starfað í mþn., sem hefur haft þessi mál með höndum. og virðist hann nú halda fast við álit mþn. í þessu máli. Þetta viðurkenni ég ekki sem þm. Hann hefur leitað til þessara manna, en það kemur nú ekki eins vel við okkur, að hann skuli binda sig mþn., en trúir ekki sjútvn., og ef hún hefur ekki verið þeim vanda vaxin að skera úr um þetta mál, þá ætti nú málið að hafa krystalliserast í umr. hér í þessari hv. þingdeild.

Ég skal ekki fara út í það að ræða um fylgið með mínum till. og ekki hefja deilur, en ég hef reynt að ræða þetta mál frá kjarna málsins, en ég mun að sjálfsögðu taka til baka brtt., sem aflaga færu af falli annarra brtt.