19.03.1947
Efri deild: 97. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 966 í B-deild Alþingistíðinda. (890)

27. mál, eftirlit með skipum

Pétur Magnússon:

Herra forseti. Ég skal ekki ræða málið efnislega hér. Ég vildi aðeins út af aths. hv. 3. landsk. og frsm. n. gera stutta grein fyrir afstöðu minni í þessu máli. Hv. 3. landsk. var hneykslaður yfir því. að sjútvn. hefði gefið út álit í þessu máli og að þm. Barð. hafi gefið út brtt. við frv. Hv. 3. landsk. undi því einnig illa, að brtt. væru ræddar. sem prentaðar eru á þskj. 502. Og ég fór ekki dult með það í n., að ég fylgdi þeim brtt., sem þarna eru fram bornar. Hins vegar vil ég lýsa yfir því, að samþykkt þessara till. ræður ekki afstöðu minni til málsins. Þótt þær yrðu allar felldar, greiði ég atkv. með frv. eins og það er. Þegar afstaða nm. er slík sem þessi, þá sé ég ekkert við það að athuga, þótt hann skrifi undir nál., sem gefið er út af n. í heild. Ég setti engin skilyrði fram fyrir fylgi mínu við málið, af því að ég vildi ekki kljúfa n.

Ég vildi láta þetta koma fram. áður en málið kæmi til atkv. En eins og ég sagði áðan, mun ég ekki ræða þetta mál.