27.03.1947
Efri deild: 101. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 967 í B-deild Alþingistíðinda. (897)

27. mál, eftirlit með skipum

Forseti:

Það hefur jafnan verið leitazt við, þegar um álitamál er að ræða, að sem nákvæmust skoðun komi fram og sem réttust mynd af vilja deildarinnar. Atkvgr. hefur verið frestað í þessu máli skv. beiðni hv. 1. landsk. En þar sem einn þm. er nú veikur og mér er tjáð, að tveir ráðh. geti ekki mætt, þá mun ég verða við ósk hv. þm. Barð., en mun taka málið strax á morgun til atkvgr., og þurfa þá þeir að mæta, sem áhuga hafa á því að vera viðstaddir.