18.12.1946
Efri deild: 38. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

45. mál, menntaskólar

Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég skal ekki tefja málið neitt um skör fram.

Það er ekki minn háttur að gera grein fyrir mínu atkv., en að gefnu tilefni vil ég segja nokkur orð til viðbótar þeim rökum, sem hafa verið færð fram fyrir þessu máli. Ég vil bæta því við, sem ég tel allþung rök í málinu, að með launal. hefur af einhverjum ástæðum verið breytt stundafjölda frá því, sem áður var, kennurunum í óhag, sennilega fyrir vangá. Ég veit ekki betur en hver stétt, sem fékk uppbót með launal., hafi verið bundin við þann starfstíma, sem þar var gert ráð fyrir, og því er ómaklegt að láta slík mistök bitna á þessari stétt með lengri vinnutíma og þar með rýra þá launauppbót, sem henni var veitt með launal. M.a. af þessum einum ástæðum tel ég sjálfsagt og rétt að leiðrétta þennan misgáning, og mun ég því greiða þessu frv. atkv.