20.05.1947
Efri deild: 138. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 969 í B-deild Alþingistíðinda. (903)

27. mál, eftirlit með skipum

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Herra forseti. Það er nú langt orðið síðan þetta mál var hér síðast til umr., og skal ég nú ekki fara út í það sérstaklega. hvað hefur valdið þeirri töf. Við frv. hafa verið gerðar brtt. við 3. umr., og vildi ég þá minnast á þær till., sem mér hefur skilizt, að valdi ekki neinum ágreiningi í sjútvn. Í fyrsta lagi er það brtt. á þskj. 614. Þó að ég standi þar einn að þeirri till., hygg ég, að aðrir nm. geti verið sammála um, að hún sé bara leiðrétting til bóta við þá gr. En ég hafði borið mig þar saman við hv. 1. þm. Reykv.. sem er eini lögfræðingurinn í n., og við vorum sammála um, að þetta væri ákvæði, sem bæri að setja inn í gr., eins og þarna er gert ráð fyrir. Ég sé ekki ástæðu til þess að skýra það nánar.

Þá hefur n. verið sammála um að flytja brtt. á þskj. 661, sem er um að bæta þar inn aðila, sem er landssamband íslenzkra útvegsmanna, til viðbótar við Fiskifélag Íslands.

Þá er það brtt. á þskj. 870, sem er tiltölulega nýlega útbýtt, frá hæstv. dómsmrh., og hefur hann gert þá brtt. við 48. gr., eins og þar greinir, að dómsmrh. skipi formann dómsins og varaformann til sex ára í senn o. s. frv., en í frv. er gert ráð fyrir, að það sé samgmrh. Ég fyrir mitt leyti — og ég held n. — er þeirrar skoðunar. að það sé aukaatriði, hvaða ráðh. skipar dóminn. Hins vegar hefur hæstv. dómsmrh. álitið og fært nokkur rök fyrir, að þar sem dómsmrh. muni hafa skipunarvald um flesta dóma í landinu, sé ekki óeðlilegt, að hann hafi einnig þetta skipunarvald. Eina undantekningin mun vera í þessu efni félagsdómur, sem heyrir undir félmrh. En sá dómur er með nokkrum öðrum hætti skipaður en hér er gert ráð fyrir. Sem sagt, við féllumst á þessa brtt. af þeirri ástæðu. sem ég nú hef greint. — Þá er önnur brtt. á þessu sama þskj., sem er að vísu efnisbreyt., bæði a- og b-liður. frá því sem er í frv.

Lögfræðingar mþn. hafa talið fært að hafa þá skipan málanna eins og frv. er, en þar er skipaskoðunarstjóra ætlað að búa málin undir málsókn, ef tilefni gefst til. N. vill sætta sig við þá skipan, að farið sé með þessi mál eins og önnur, sem heyra undir dómsmrh., og þar af leiðandi breyta þeirri málsgr., sem um þetta fjallar, bæði 9. og 10. málsgr., sem verður óþörf og fellur niður, og hinar tvær gr. koma í staðinn.

Þá eru brtt. á þskj. 667 og 666, frá meiri hl. sjútvn. Í brtt. á þskj. 666, við 11. gr., er gert ráð fyrir, að niðurlag hennar orðist svo: „og hafi að dómi skipaskoðunarstjóra nægilega þekkingu á siglingum, skipum og vélum til þess að leiðbeina skoðunarmönnum, samræma eftirlitið til meira öryggis og skera úr um ágreining, sem upp kynni að rísa um haffæri skipa.“ Þessi eftirlitsmaður yrði að hafa hér miklu meira vald en þeim er ætlað í raun og veru eftir frv. Og ég tel mjög varhugavert, að það sé lagt í þeirra hendur, sem hér er ætlazt til. Því að það kemur alveg skýrt fram í gr., með leyfi hæstv. forseta: „Eftirlitsmenn skulu fullnægja þeim kröfum, sem gerðar eru til opinberra sýslunarmanna.“ Þannig er þetta í frv., það eru bara almenn ákvæði um það. En hér er ætlazt til, að þeim sé ætlað miklu meira verkefni en á öðrum stöðum, og er það í samræmi við þá togstreitu, sem var á milli mín og hv. form. n., sem var um það, hvers konar verkefni það væri, sem þessum mönnum væri ætlað að hafa með höndum. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara út í það, en ég legg eindregið á móti því, að þessi brtt. verði samþ., því að hún mundi raska mjög efnislega því, sem í frv. felst hvað eftirlitsmennina snertir. Og ég skal taka fram, að það mun vera mjög hæpið, að hægt sé að samríma þetta.

Í brtt. á þskj. 667. sem mun vera frá hv. 1, þm. Reykv. og form. n., er gert ráð fyrir. að orðið „siglingafróður“ falli niður. Við höfum þráttað um þetta í n., og ég sé ekki ástæðu til þess að fara út í það. en það er á móti allri venju, að það séu ekki siglingafróðir menn, sem eru skipaðir í þessa stöðu og ég er þeirrar skoðunar, að þeir geti ekki síður verið góðir menn, sem eru aðeins siglingafróðir. en ekki vélfróðir, því að hann hefur þá menn sér við hlið, sem eru vélfróðir. Sama er að segja, ef um vélfróða menn væri að ræða, sem hefðu þetta starf, þeir yrðu og gætu haft siglingafróða menn sér til aðstoðar. En ég ætla að bæta því við, að það verður að telja sem vantraust á þessa siglingafróðu menn, ef þeir verða teknir þarna út. Því að ekki verður því neitað, að þeir menn, sem stjórnað hafa fiskiskipi, og það kannske stóru farþegaskipi. þeir eru búnir að fá mikla reynslu og þekkingu á því starfi.

Þá er á þessu sama þskj. brtt. við 17. gr., að í staðinn fyrir orðin „útgerðarmaður eða skipstjóri skuli sóttir til saka“ í 7. mgr. komi: skipið skuli stöðvað. Við hv. þm. Barð. ræddum mikið um þetta við 2. umr., og ég verð að segja, að ég er algerlega á móti þessari skoðun hv. þm. Og mér er það fyllilega ljóst, að undir þeim kringumstæðum, sem getið er um í 17. gr., verður ekki gripið til þess að stöðva skip. Menn telja það alltaf varhugavert og of mikla ábyrgð, en ef eitthvað hefur verið vanrækt af því, sem ber að gera, verður hann að standa ábyrgð á því. eins og venjulegt er með skip, ef ekki er fullnægt því sem l. mæla fyrir. Ég er á móti þessu meðal annars af því. að þetta mundi vera aðeins dauður bókstafur. sem ekki yrði framkvæmt eftir. Ég hygg því, að við í meiri hl. n. séum mótfallnir þessari brtt. einnig af þeim ástæðum, sem ég hef greint frá.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara frekar út í þetta mál, ég hef aðallega haldið mér við brtt. Og ég vil segja það að lokum, að málið hafi dregizt af þeim ástæðum, sem ég ekki greini frá, og vona ég, að það fái nú fljóta afgreiðslu. Og ég vil beina því til hæstv. ráðh., að hann beiti áhrifum sínum til þess að málið nái fram að ganga á þessu þingi.