20.05.1947
Efri deild: 138. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 974 í B-deild Alþingistíðinda. (908)

27. mál, eftirlit með skipum

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson) :

Ég vildi aðeins árétta, að það er rétt, sem ég sagði, að l. gera ráð fyrir, að um sök sé að ræða, þó að galli á skipinu sé ekki svo mikill, að hann skerði haffæri þess. Ég sagði í upphafi 5. gr., að ef það, sem áfátt þykir við skoðun, er þannig vaxið, að það er ekki svo mikið, að haffæri skipsins sé skert, og þá er ekki vafi, að um sök er að ræða, sem tvímælalaust mundi geta talizt refsiverð eftir ákvæðum l. Jafnvel þó að þetta atriði verði fellt niður, svo sem hv. þm. Barð. leggur til, þó kæmi til viðbótar, að heimilt er að stöðva skip fyrir þessa sök, og þar að auki munu refsiákvæði laganna gilda án tillits til þess. Svo að hann vill, að bætt sé við enn einu ströngu ákvæði, en ekki neitt strangt ákvæði tekið út, því að það atriði helzt kyrrt, sem hann virtist vera að leitast við að ná út. Og mér virðist alveg greinilegt, að það sé miklu skaplegra. úr því að haffærið er ekki skert, að láta nægja að sækja þá, sem ábyrgðina bera, til saka, en leyfa skipunum að halda áfram enn um sinn.