22.05.1947
Efri deild: 142. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í B-deild Alþingistíðinda. (922)

27. mál, eftirlit með skipum

Gísli Jónsson:

Þetta mál hefur verið í n. hér í hv. deild nær allan þingtímann. Eins og allir sjá, er hér um mikinn lagabálk að ræða. Nd. hefur þó afgr. hann á hálfri dagstund. Samt hefur d. gert eitt skemmdarverk á frv. Það er varðandi 8. gr. frv. Þar hefur verið sett inn, að skipaskoðunarstjóri mætti vera siglingafræðingur. Ég vil leyfa mér að vísa til minna fyrri orða um þetta mál við síðustu umr. Skal ég því ekki deila um málið nú. Það hefur verið rætt hér, að þegar maður er settur í þetta embætti með lakari þekkingu, er öryggið skert. Ég vil leyfa mér að bera fram skriflega brtt. við 8. gr., um, að orðin „eða siglingafræðingur“ falli niður.

Ég skal svo ekki þreyta hæstv. forseta með því að halda uppi málþófi um þetta.