18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 874 í B-deild Alþingistíðinda. (1023)

188. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Gísli Jónsson:

Með því að upplýst er, að ríkissjóður hefur á síðastliðnu ári orðið að greiða fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins vexti, afborganir af lánum og ýmsar aðrar skuldir að upphæð 51/2 millj. kr., sem ætlazt var til, að verksmiðjurnar greiddu sjálfar af rekstrarhagnaði sínum, er ljóst, að síldarverksmiðjurnar hafa ekki fjárhagslega getu til þess að leggja fram 1 millj. og 250 þús. kr. í hluta fé í Hæring h/f, og verður því að leita til ríkissjóðs um þetta framlag. Með því að enn fremur er upplýst, að skip það, sem keypt er til þessara starfa, er nærri hálfrar aldar gamalt, vil ég ekki vera með í að bera ábyrgð á því ríkisfé, sem lagt er í slíkt fyrirtæki, og segi því nei.

Brtt. 591 felld með 9:4 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: PZ, StgrA, ÁS, BrB.

nei: PM, SÁÓ, ÞÞ, BBen, BK, EE, GÍG, HV, JJós.

GJ, BSt greiddu ekki atkv.

2 þm. (LJóh, HermJ) fjarstaddir.

4 þm. gerðu grein fyrir atkv. sínu: