22.03.1948
Neðri deild: 80. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 907 í B-deild Alþingistíðinda. (1048)

188. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Út af fyrirspurn hv. þm. N-Ísf. skal ég staðfesta það, sem ég sagði við 1. umr. málsins, og staðfesta það, sem hv. þm. sagði, að með þær byggingar, sem þegar eru komnar af stað, verði að klifa þrítugan hamarinn til þess að ljúka við þær. — Hitt atriðið, að framkvæma fyrirfram gerðar áætlanir með aðstoð 3. kafla 1. frá 1916, er vafasamara, eins og nú standa sakir. Ég býst við því, að þegar næstu fjárlög verða samþ., verði gert ráð fyrir því, hvað ríkið telur sér fært að reisa af byggingum 1949. Ég sé ekki, að þetta þurfi að standa í vegi fyrir áætlun Ísafjarðarkaupstaðar, þótt ekki sé hægt að segja um það fyrr en í sambandi við fjárlög fyrir árið 1949. Þótt 1. liður sé samþ., álít ég síður en svo, að 3. kafli löggjafarinnar sé úr sögunni, heldur er það komið í lagaform, að í svip er ekki hægt að fullnægja þessum kafla, en þar með er ekki hugmyndin fallin úr sögunni. Alþ. og stj. verða að gera allt, sem hægt er, til þess að hún komi til framkvæmda.

Ég vænti þess, að þetta séu nægilegar skýringar og að svara megi fyrri spurningunni játandi, en tel vafa nm þá síðari. Hún kemur til ákvörðunar á næsta Alþ.