16.10.1947
Efri deild: 6. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í B-deild Alþingistíðinda. (1158)

28. mál, hækkun á aðflutningsgjöldum 1947

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. h:ins og sjá má af grg. þessa frv. hefur fjhn. tekið það að sér til flutnings samkv. beiðni hæstv. fjmrh. En nm. hafa að öðru leyti óbundnar hendur um málið. Eins og menn sjá er efni frv. það að undanþiggja flugvélabenzín þeim gjöldum af benzíni, sem á það var lagt í fyrra. Er greinilega tekið fram í grg., hvaða ástæður til þess liggja. Ég geri ráð fyrir, að hæstv. ráðh. innleiði þetta mál hér og gefi nánari skýringar, og sé því ekki ástæðu til að taka fleira fram; sé heldur ekki ástæðu til að leggja til, að málinu verði vísað í n., þar sem það er flutt af fjhn., en mun bera frv. undir n. á fundi, áður en það verður tekið til 2. umr. Skal ég geta þess nm. til leiðbeiningar, að það þykir liggja á þessu frv., og býst ég því við, að sá fundur yrði að vera á morgun, til þess að málið geti fengið fljóta afgreiðslu.