21.11.1947
Efri deild: 23. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 945 í B-deild Alþingistíðinda. (1193)

53. mál, ullarmat

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Út af fyrirspurnum hv. frsm. landbn. verð ég að standa upp og segja nokkur orð. Mér virðist hann algerlega fara villur vegar, hvað mál þetta snertir fjvn. Ég veit ekki til, að það liggi fyrir henni að ákveða neitt um dagpeninga, hvorki ullarmatsmanna né annarra opinberra starfsmanna. ríkið veitir dagpeninga, en það er hvergi ákveðið, hvað mikið ullarmatsmenn fái af þeim, og það er ekki á valdi fjvn. að ákveða það. Ég vildi beina þeirri spurningu til hv. frsm. landbn., hvort ekki væri ástæða til að búa til sérstaka grein um dagpeninga þessara manna og bæta því inn í frv. A.m.k. er það nær sanni en að fjvn. ákveði nokkuð um þetta. Það er auðvitað rétt og skylt, að ullarmatsmönnum sé borgað í samræmi við aðra, en fjvn. hefur bara ekkert með það að gera.