21.11.1947
Efri deild: 23. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 946 í B-deild Alþingistíðinda. (1195)

53. mál, ullarmat

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Mér datt það í hug, að það hefði ekki verið í tíð minni sem formanns fjvn., að þessu máli hefði verið hreyft. Það, sem hv. frsm. gat um áðan, gerðist 1941–'42 eða áður en ég kom í fjvn. Hv. frsm. ætti að mínu áliti að koma með fyrirspurnir í fyrirspurnatímanum í Sþ. varðandi þessa dagpeninga, en ekki rísa upp og heimta, að fjvn. geri það, sem ekki kemur henni við, og tala svo um svik af ríkisstj. hálfu, eins og hv. frsm. komst svo þinglega að orði.