24.11.1947
Efri deild: 24. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 947 í B-deild Alþingistíðinda. (1208)

75. mál, skemmtanir og samkomur

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Þetta litla frv. var horið fram af allshn. Nd. samkv. beiðni minni, og hefur það hlotið afgreiðslu í Nd., og vil ég leyfa mér að vænta þess, að það eigi von á jafngóðri afgreiðslu í þessari d.

Ástæðan til þess, að þetta frv. er borið fram, er sú, að mér hefur þótt bera á því, að skemmtanir hér í Reykjavík hafa staðið oft úr hófi fram. Það má segja, að þegar um lokaðar skemmtanir er að ræða, skipti það ekki yfirvöldin svo miklu máli, hvort skemmtanir standa lengur eða skemur, en þegar ástæða er til sparnaðaraðgerða, m.a. benzínskömmtunar, sýndist sérstök ástæða til að hlutast til um. að skemmtanir standi ekki úr hófi fram. Einnig er það vitað. að ef skemmtanalífinu er mjög langur, dregur það úr vinnuþoli manna á daginn. Það er vitað, að mörg félög hafa hug á að láta skemmtanir sínar byrja fyrr að kvöldinu og hætta fyrr. Þetta frv., ef að l. verður, væri þá hjálp í því efni, sem ýmsir góðir forystumenn hafa tekið upp.

Ef framkvæmd þessa máls heyrði undir mig, mundi ég geta hugsað mér að gefa út fyrirskipun um, að skemmtanir stæðu ekki nema til kl. 1 að nóttu og yrðu engar undanþágur leyfðar.

Ástæðan til þess, að það þótti rétt að fá lagafyrirmæli um þetta, er sú, að þótt mögulegt væri að gera þetta með lögreglusamþykktum, yrði það þyngra í vöfum, vegna þess að fyrirmælin yrði að setja á hverjum einstökum stað og þess vegna líka líkur fyrir ósamræmi.

Ég vonast til þess, að menn verði sammála um þetta litla frv., og legg til, að því verði að umr. lokinni vísað til allshn. d.

Ég vil benda á, að það kann að vera, að ekki sé gott mál á fyrirsögn frv. Mér finnst ekki gott mál að tala um lokunartíma á skemmtunum og samkomum. Það væri líklega réttara að tala um slit á skemmtunum og samkomum. Ég vil beina því til n., hvort hún teldi ástæðu til að breyta fyrirsögninni.