16.12.1947
Efri deild: 33. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 954 í B-deild Alþingistíðinda. (1237)

72. mál, dýralæknar

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég bað um fyrir nokkrum dögum, þegar þetta frv. var hér til umr., að það yrði tekið af dagskrá. Ástæðan til þess var sú, að mér hafði borizt bréf frá Búnaðarfélagi Vestmannaeyja, þar sem skorað er á mig að hlutast til um, að sú aðstaða, sem Vestmannaeyjar nú njóta í þessum málum, verði ekki skert. Ég man nú ekki betur en að Vestmannaeyjar heyri undir sama umdæmi nú eins og gert er ráð fyrir, að þær geri með þessum lögum, en hitt er vitað, að þær geta ekki notið daglegrar aðstoðar dýralæknis á Selfossi. Þess vegna hefur þessu verið þannig fyrir komið. að Vestmannaeyjar hafa haft sérstakan dýralækni, sem hefur notið styrks hæði af ríki og bæjarfélaginu. Ég held, að þetta fyrirkomulag sé eins og við á og þurfi því ekki að breytast. Þá hef ég líka rætt við flm. þessa frv., og hafa þeir fallizt á, að þetta fyrirkomulag verði látið haldast, hvað Eyjar áhrærir. Í trausti þess, að það verði gert, flyt ég ekki brtt. um þetta atriði og mun ljá frv. óbreyttu atkv. mitt, eins og það liggur fyrir.