15.12.1947
Neðri deild: 32. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 959 í B-deild Alþingistíðinda. (1244)

111. mál, bráðabirgðafjárgreiðslu 1948

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins segja nokkur orð vegna ummæla þeirra, sem hv. 2. þm. Reykv. beindi til Framsfl.

Augljóst er, að það er mikið neyðarrúrræði að fara fram á greiðslur úr ríkissjóði, áður en fjárlagafrv. er afgreitt, en mönnum er kunnugt um það vandræðaástand, sem ríkir nú í fjármálum landsins, og ég undirstrika, að það er arfurinn frá fyrrv. ríkisstj., sem hv. 2. þm. Reykv. tók sjálfur þátt í. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að síðan Framsfl. tók sæti í stjórn landsins, hefur hann miðað að því, að stefnt yrði í rétta átt í þessum málum.