08.12.1947
Neðri deild: 28. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 970 í B-deild Alþingistíðinda. (1289)

102. mál, almannatryggingar

Frsm. (Helgi Jónasson):

Ég er ekki formaður heilbr.- og félmn. Viðvíkjandi frv., sem fyrir liggur, skal ég geta þess, að það hefur verið litið rætt í n. Það vildi svo til, að form. n. var veikur, þegar frv. kom. Sama er um þetta frv. N. hefur ekki rætt það, en það er flutt samkvæmt ósk ráðh. og því flýtt svo mjög eins og þörf er á. N. mun, eins og ég gat um, athuga það milli umr. og taka þá jafnframt til athugunar hitt frv. Ég segi frá mínum dyrum séð, að ég get fallizt á ýmsar breyt., sem fyrir liggja í því frv., t.d. um fæðingarstyrki og önnur atriði, sem ég hef þó ekki athugað til hlítar. Ég býst við, að n. muni milli umr. taka til athugunar það frv., sem fyrir liggur, og eins þær till., sem fram kunna að koma um breyt. á þessum l. Ég endurtek ósk mína um það, að því verði vísað nú þegar til 2. umr.