09.02.1948
Efri deild: 55. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 986 í B-deild Alþingistíðinda. (1330)

74. mál, nafnbreyting Vinnuveitendafélags Íslands

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta, sem á að koma undir atkv. d. í dag, hefur verið lagt fram í hv. Nd. og verið samþ. þar óbreytt. Þetta er ekki fyrirferðarmikið mál, og má því fara fljótt yfir sögu, en það byggist aðallega á því, að félagsskapur vinnuveitenda hefur verið kallaður Vinnuveitendafélag Íslands og verið nefndur það í lögum og fengið réttindi sem Vinnuveitendafélag Íslands til að tilnefna fulltrúa, t.d. í félagsdóm. Félagið hefur nú tekið upp nýtt nafn og kallast nú Vinnuveitendasamband Íslands, og óttast nú félagið, ef það heitir öðru nafni en stendur í lögum, þá muni það missa réttindi þau, sem það á samkvæmt þeim. Þótti því rétt að bera þetta frv. fram eins og það liggur fyrir, svo að tryggt sé, að þar sem talað er um Vinnuveitendafélag Íslands í lögum, þá sé þar með átt við Vinnuveitendasamband Íslands. Allshn. telur rétt og sjálfsagt að mæla með frv. óbreyttu.