22.01.1948
Neðri deild: 42. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 987 í B-deild Alþingistíðinda. (1342)

113. mál, stýrimannsskírteini og vélstjóraskírteini

Frsm. (Finnur Jónsson):

Sjútvn. hafa borizt gögn, sem sýna, að Páll Ragnarsson og Jóhann Rist hafa hvor í sínu lagi þá þekkingu og vel það, sem krafizt er af íslenzkum skipstjórnarmönnum til þess að stunda atvinnu á íslenzkum skipum. Báðir hafa sannað, að þeir eru fullkomlega færir um að annast þau störf, sem hér er farið fram á að veita þeim. Báðir eru þeir íslenzkir ríkisborgarar. Sjútvn. kaus að hafa þann hátt á í staðinn fyrir að flytja tvö frv. að bera fram brtt. um, að báðir þessir menn skuli öðlast réttindi þau, sem ég gat um. Um Jóhann Rist er það tilskilið, að hann ljúki rafmagnsprófi við vélskólann í Reykjavík.