19.12.1947
Neðri deild: 39. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1012 í B-deild Alþingistíðinda. (1379)

47. mál, togarasmíði í tilraunaskyni

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil lýsa ánægju minni yfir því, að þetta frv. skuli vera fram komið. Það er enginn efi á því, að það er mjög þýðingarmikið fyrir okkur Íslendinga, að tilraunir séu gerðar á þessu sviði, og þar sem stjórnarfarsástandið er því miður þannig, að ekki er baldið áfram innkaupum á togurum, er þó mikill munur, að tilraun skuli verða gerð með þessu móti, ef frv. verður samþ., til þess að úfbúa nýtízku togara fyrir okkur. — Ég vil því vænta þess, að frv. gangi gegnum þ. og að hæstv. ríkisstj. mætti sem fyrst hagnýta sér þessa heimild. Það hefði verið æskilegt, að hæstv. fjmrh., sem um leið er sjútvmrh., hefði verið hér viðstaddur, þannig að yfirlýsing hans hefði fengizt um, að þessi heimild yrði notuð og að ekki mundi standa á þessum 4 millj. kr., sem ráðgert er, að þurfi í þessu skyni, en ég er hræddur um, að sé það minnsta, sem hægt sé að komast af með.