12.12.1947
Efri deild: 31. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1021 í B-deild Alþingistíðinda. (1394)

103. mál, innflutningur búfjár

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Ég lofaði hv. sessunaut mínum því í gær, að frv. þetta skyldi verða athugað í nefnd milli umr., og þá sérstaklega það atriði, hvort nauðsyn bæri til að kveða skýrar á um það, að ráðuneytið væri sá eini aðili, sem samkv. frv. mætti flytja inn búfé, en einstaklingum væri það óheimilt. Nefndin var að vísu ekki kölluð saman til fundar, en ég talaði við þá nm., sem ég náði til, m.a. við tvo lögfræðingana, sem sæti eiga þar, og voru þeir sammála um, að í frv. fælist engin helmild fyrir aðra en ráðuneytið til að flytja inn búfé, og töldu það koma alveg greinilega fram í 1. og 3. gr. frv. og einkum af því, að með samþykkt frv. falla úr gildi öll ákvæði, sem leyfa öðrum en ráðuneytinu að flytja inn. Að þessari athugun lokinni, sáum við því ekki ástæðu til að breyta frv., og hef ég því enga brtt. fram að færa, en ég vildi aðeins skýra frá þessu út af því, sem ég lofaði hv. þm. Barð., að málið skyldi athugað milli umr.