23.02.1948
Efri deild: 67. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1027 í B-deild Alþingistíðinda. (1414)

103. mál, innflutningur búfjár

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Þetta mál er nú komið aftur til d., og verður ekki annað sagt en að það hafi tekið nokkrum breyt. í Nd. Mér sem form. landbn. þætti því gott, að málinu væri frestað, svo að hægt væri að bera það undir n. í heild í stað þess, að nm. segi álit sitt hver í sínu lagi. Ég vildi því óska þess, að hæstv. forseti frestaði málinu, svo að ég geti lagt það fyrir n. og hún fái kost á að ræða það, og það því fremur. sem ekki ern allir nm. mættir hér. Ég skal ekki tefja málið. N. getur tekið það til athugunar á morgun, og síðan má taka það fyrir á miðvikudag.