15.03.1948
Efri deild: 78. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1072 í B-deild Alþingistíðinda. (1578)

144. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti. Aðeins nokkur orð. Mín er að nokkru getið í nál. En til þess að taka af allan vafa, þá er átt aðeins, í þeim orðum sem þar eru, við þá brtt., sem nú hefur verið lýst og fyrir liggur. Ég taldi ekki ástæðu til að skrifa undir nál. með fyrirvara, þó að ég lýsti mig fylgjandi þessari brtt. En allir nm. voru sammála um frv. Ég hygg þó, að einn hv. nm. til hafi látið það uppi. að hann geti vel samþ. þessa brtt., sem var boðuð í n.

Ég tel, að þau rök fyrir þessari brtt., sem fram hafa komið, séu góð og fullkomlega réttmæt, því að það eru jafnvel minni stofnanir en þessi, sem skyldar eru að lögum til þess að birta ársreikninga sína í B-deild stjórnartíðinda.