17.02.1948
Neðri deild: 58. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1075 í B-deild Alþingistíðinda. (1595)

88. mál, fiskveiðar í landhelgi

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Ég vildi í sambandi við afgreiðslu þessa máls geta þess, að í samningaumleitunum við erlent ríki í fyrra kom fram það álit erlends fræðimanns, að fiskveiðalöggjöf okkar væri ófullkomin, l. væru ekki nógu skýr og sektarákvæðin langt á eftir tímanum, og voru ýmis atriði, sem þessi fræðimaður taldi þurfa að breyta. Ég vildi, um leið og ég mæli með framgangi þessa frv., eins og það kemur frá sjútvn., beina því til hæstv. dómsmrh., ef þessi mál heyra undir hann, að hann láti endurskoða l. hið bráðasta.