17.02.1948
Neðri deild: 58. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1075 í B-deild Alþingistíðinda. (1596)

88. mál, fiskveiðar í landhelgi

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Það má deila um, hvort þessi mál heyri undir mig, þar sem landhelgisgæzlan heyrir undir hæstv. menntmrh. Engu að síður höfum við látið þetta mál til okkar taka, og það, að dregizt hefur að endurskoða l., byggist á því, að lögfræðingur, sem dómsmrn. hefur helzt kosið, að ynni að þeirri endurskoðun, hefur verið önnum kafinn við undirbúning landhelgismálalöggjafar, en ráðuneytið hefur fullan hug á að láta málið til sín taka.