11.11.1947
Efri deild: 17. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1113 í B-deild Alþingistíðinda. (1701)

43. mál, búnaðarmálasjóður

Gísli Jónsson:

Mér þykir rétt að láta í ljós þakklæti mitt til hv. 2. þm. Árn. (EE) fyrir það, að hann hefur tekið aftur till. sína til 3. umr., sem ég tel mjög eðlilegt, og sætti ég mig við það sem tákn þess friðaranda, sem hann vill, að ríki í þessu máli.

Út af ummælum hv. 1. þm. N-M. (PZ) um, að lagðir hafi verið á nýir skattar, vil ég upplýsa, að ekki hafa verið lagðir á nýir skattar. Skattinum hefur aðeins verið skipt. Þótti mér rétt að láta þetta koma fram.