15.12.1947
Neðri deild: 33. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í B-deild Alþingistíðinda. (173)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. — Ég vil eindregið mælast til þess, að hæstv. forseli noti ekki forsetavald sitt til þess að bera svona till. upp, að stytta nú umr. um þetta mál. Þingið hefur nú beðið eftir þessu máli í 21/2 mánuð, og þetta er fyrsta tækifærið, sem stjórnarandstöðunni gefst til þess að láta í ljós skoðanir sínar og ræða málið. Ég veit, að stjórnarflokkarnir hafa meiri hl. til að samþ. að skera hér niður umr., en slíkur niðurskurður þýðir þverbrot á öllu „prinsipi“, sem okkar þingræði byggist á, þar sem hér á að svipta þm. málfrelsi í þýðingarmesta málinu, sem fyrir þinginu liggur. Ég vil því mælast til þess, að hæstv. forseti beri ekki þessa till. upp og láti hana ekki koma til framkvæmda.