18.03.1948
Neðri deild: 75. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1145 í B-deild Alþingistíðinda. (1730)

43. mál, búnaðarmálasjóður

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. Þetta er hreinn misskilningur, sem hv. 2. þm. Skagf. segir um umr. þær um þetta mál, sem áður hafa hér farið fram, er við ýmsir gerðum aths. um að breyta þessum h um búnaðarmálasjóð, að þær hafi verið gerðar til þess að egna menn upp eða draga málið á langinn. Það var nauðsyn á að ræða þetta mál. Og varðandi brtt. á þskj. 561 sýnir það sig, að barátta okkar í þessu máli hefur ekki orðið til einskis. Við vitum vei, hvernig þetta mál bar að, hvernig umr. hafa verið og hve miklar öfgar og kapp kom fram af hendi ýmissa manna í þessu máli. Og það, sem hefur áunnizt við okkar umr., er ekki það, að þetta frv. sé eins og við viljum hafa það, heldur, að það hefur skánað til helminga, þannig að búnaðarfélögin eiga að fá helming af fé búnaðarmálasjóðs til ráðstöfunar. Og loks hafa þessir menn fallizt á að skipta þessum helmingi í réttu hlutfalli við framleiðslumagn héraðanna. Og ég tel, að brtt. á þskj. 561 nái þessum tilgangi í öllum atriðum. Ég tel því, að ekki sé neinn veigamikill munur á b-lið brtt. á þskj. 524 og brtt. frá hv. meiri hl. landbn. Og ég tel, að það væri nú að deila um keisarans skegg að sættast ekki á það, fyrst hv. meiri hl. landbn. vildi leggja þetta til, þvert ofan í það, sem þeir áður voru búnir að segja. Það er svo oft í þessu lífi, að maður verður að sætta sig við, að eitthvað sé af manni tekið og maður sigri ekki að öllu leyti í þeim málum, sem maður hefur barizt fyrir. Og við verðum að sætta okkur við það í þessu máli að hafa unnið hálfan sigur. Meira er það ekki. En það er hálfur sigur, og þess vegna hefur barátta okkar ekki orðið til einskis.