16.03.1948
Efri deild: 79. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1158 í B-deild Alþingistíðinda. (1774)

85. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Frsm. (Björn Kristjánsson):

Ég vil aðeins segja, að þegar málið var til afgreiðslu í sjútvn. Ed., þá lá ekkert skrifl. fyrir um það, og enginn maður kom til þess að tala um málið við n. Hins vegar var mér tjáð af einum sjútvnm. í Nd., að till. um þessa breyt. væri gerð samkvæmt ósk Reykjavíkurbæjar eða einhvers aðila, og tók ég það svo, að það væri hafnarnefnd, sem óskaði eftir þessari breyt. á l. En áreiðanlega var þessi breyt. komin inn fyrir einhverjar óskir hlutaðeigandi yfirvalda hér í Reykjavík. — Ég skal ekki dóm á það leggja, hvort þetta breytir kannske engu, þótt það verði samþ., en aðeins að halda mér við þá niðurstöðu, að þetta var svona í n., og fullt samkomulag var um það í sjútvn. að leggja til, að frv. verði samþ. eins og það er nú.