18.03.1948
Neðri deild: 75. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1160 í B-deild Alþingistíðinda. (1789)

85. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Hv. þm. Borgf. ræddi nokkuð um það, að lögveð mundu torvelda mjög lánsmöguleika. Það er að vísu rétt hvað snertir lögveð og sjóveð, en hér er aðallega um sjóveð að ræða, svo að óvíst er, að lögveða gæti nokkuð, þar sem þau eru í þessum tilfellum mjög lág. Enn fremur vil ég benda á það, að í brtt. er ekki beinlínis um það að ræða að lögfesta þetta, heldur er um að ræða heimild.