22.03.1948
Efri deild: 83. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1162 í B-deild Alþingistíðinda. (1800)

85. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil benda á það, að frv. getur haft þau áhrif, að vanrækt verði að innkalla gjöldin fyrr en eftir dúk og disk eða þegar hafnarsjóðunum sýnist að senda inn kröfur til bankanna, og þetta er ekki veigalitið atriði á móti frv.

Varðandi það, að þetta flýti fyrir afgreiðslu skipanna í höfn, vil ég benda á, að skipin hafa venjulega umboðsmann í höfn, sem hægt er að gera kröfu til, ef þau geta ekki greitt gjöldin, svo að það stöðvar skipin varla í höfn.

Ég tel varhugavert að samþykkja þessa heimild og legg til að fella þetta ákvæði niður.