17.11.1947
Efri deild: 20. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1163 í B-deild Alþingistíðinda. (1805)

79. mál, kaupréttur á jörðum

Atvmrh. (Bjarni Ásgeirsson):

Herra forseti. Eins og grg. frv. ber með sér, þá skipaði búnaðarþing mþn. til þess að gera till. í þessu máli. Hana skipuðu þeir: Jens Hólmgeirsson, Jóhannes Davíðsson og Þorsteinn Þorsteinsson. N. skilaði að loknu starfi frv. því, sem hér liggur fyrir, og búnaðarþing óskaði þess, að það yrði lagt fyrir Alþingi. Landbrn. tók síðan málið í sínar hendur og sendi það hv. landbn. Ed. til flutnings á Alþingi.

Eins og hv. frsm. sagði, þá er það aðalatriðið með þessu frv., að sveitarstjórnum sé með því veitt ríkari heimild með forkaupsrétt á jörðum, en þó ekki, ef búið hefur verið á jörðinni um ákveðið árabil. Skal þá taka kauprétt ábúanda fram yfir kauprétt sveitarfélags. Þetta miðar í þá átt að gera bændum kleift að verða sjálfseignarbændur. En forkaupsrétturinn hindrar, að hver sem er, Pétur eða Páll, braski með jarðir, — kaupi og selji þær.

Í sambandi við þetta frv. er annað frv., sem sama mþn. gekk frá, en er ekki enn fram komið hér, og miða þessi frv. í sömu átt.

Fleira held ég, að þurfi ekki að taka fram á þessu stigi málsins.