17.11.1947
Efri deild: 20. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1164 í B-deild Alþingistíðinda. (1807)

79. mál, kaupréttur á jörðum

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Það er engin ástæða fyrir n. að vera að karpa nú um þetta, áður en það kemur til hennar kasta, en ettir upplýsingum, sem ég hef fengið, er dómpraksís um meðferð jarða, sem seldar eru á nauðungaruppboði, að ábúandi hefur rétt til þess að ganga inn í hæsta boð svo og hreppsnefnd. Hins vegar mun ég verða tregur að mæla með, að hreppsnefndir geti gengið inn í arfleifð og skert rétt erfingja eða tekið jörð úr ættum. Erfingjar ættaróðala ættu að halda sinum rétti óskertum til að halda ættarjörð sinni áfram. Að öðru leyti tel ég rétt að taka af öll tvímæli í þessum efnum, en aðalvandamálið er það, hvernig fara skuli að þar, sem makaskiptasala fer fram.