15.12.1947
Efri deild: 32. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1164 í B-deild Alþingistíðinda. (1810)

79. mál, kaupréttur á jörðum

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Þetta frv. hefur legið fyrir landbn., og hún hefur athugað það. Hefur hún látið frá sér fara brtt. á þskj. 184, sem hún varð sammála um, en þar hefur orðið ritvilla, og er ekki vel hægt að breyta því nú, og verður sennilega að bera fram brtt. eða fá þskj. prentað upp. Vil ég fyrir n. hönd taka þessa till. aftur til 3. umr. Ég skal geta þess, að það eru fleiri brtt. í uppsiglingu, svo sem um það, hvernig skuli fara, þegar verða makaskipti á jörðum, sem ég býst við, að n. verði sammála um. Þá er einnig brtt. út af því, hvernig skuli fara um jarðir, sem ganga til útarfa, þ.e.a.s. þriðja erfðaflokk eða fjarskyldara. Þar um hefur ekki náðst samkomulag, og mun það verða látið bíða til 3. umr. Vona ég, að þessar till. verði fljótlega tilbúnar, svo að hæstv. forseti mætti taka málið aftur á dagskrá fljótlega til 3. umr.