26.01.1948
Efri deild: 48. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1169 í B-deild Alþingistíðinda. (1822)

79. mál, kaupréttur á jörðum

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Mér skilst þá, að þetta mál liggi þannig fyrir, að allir nm. séu sammála um brtt. á þskj. 184, enn fremur að allir nm. séu sammála um brtt. á þskj. 197, en að ágreiningur sé um brtt. á þskj. 196, sem við flytjum þrír.

Eftir því, sem fram kom hjá hv. 2. þm. Árn. (EE), þegar rætt var um þetta hér í d., en hann talaði síðastur, og svo núna hjá hv. frsm. n., þm. Dal. (ÞÞ), er það tvennt, sem þeim finnst athugavert við þessa till. á þskj. 196, og þó skil ég ekki aðra ástæðuna.

Annars vegar tala þeir um, að ekki sé við eigandi að setja hér í þessi h ákvæði eins og er á þskj. 196 um, að hreppsn. hafi rétt til að ganga inn í kaup á jörðum, sem falla til útarfa, en þeim finnst það eiga við að gera það með því að breyta erfðatilsk. frá 1850 og segja, að hún sé orðin úrelt. Ég er þeim sammála um það, að erfðatilsk. sé miklu meira en úrelt. Hún er á móti þeim hugsunarhætti, sem nú ríkir hér hjá okkur. En úr því að hún er orðin svona úrelt, er það miklu minni riftun að heimila hreppnum að kaupa jörðina heldur en að taka hana af. Það er alveg gefinn hlutur, að í mörum tilfellum yrði ekki hugsað um að kaupa, og jörðin mundi falla til útarfa. Það er þess vegna miklu minni röskun að samþykkja till. okkar og heimila forkaupsréttinn heldur en að afnema ákvæðin alveg. Síðast þegar ég talaði, nefndi ég þrjú dæmi.

Fyrsta dæmið, sem ég nefndi, er tilfelli, sem liggur fyrir hjá skiptaráðanda Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem hér á sæti á þ., en er hér ekki staddur nú. Það dó barnlaus bóndi í umdæmi hv. þm., og jörð, sem hann á, fellur til útarfa, sem sumir eru ekki einu sinni hér á landi. Það hagar svo til með þessa jörð, að það er eina jörðin í sveitinni, þar sem hægt er að gera lendingarbætur og höfn, en útræði er úr hreppnum. Nú er það svo, að hreppurinn vill eignast þessa jörð til þess að hafa ráð yfir þessu landi. Skiptin á þessu eru nú búin að standa yfir í þrjú ár, og það mun nú vera svo, eftir að búið er að fara fram mat á jörðinni — ekki fasteignamat, því að sýslumaðurinn hefur fundið ástæðu til að láta fara fram raunverulegt mat á jörðinni —, eftir að búin eru að fara fram bréfaskipti milli erfingjanna, hafa þeir komið sér saman um að láta einn erfingjann austur á landi — í mínu kjördæmi — fá jörðina á 80 þús. kr., en hann ætlar að selja hreppnum hana á 190 þús. kr. Ég sé ekki ástæðu til að láta þennan erfingja græða á þessum frænda sinum, sem hann hefur aldrei séð, og vil láta hreppinn fá jörðina á það, sem hún er metin, en ekki láta einstaka menn mata krókinn á henni.

Ég nefndi jörð, sem er í 15 pörtum, og maðurinn, sem á henni býr, er búinn að ná í 3 parta. Sumir erfingjanna eru ekki á Íslandi. Maðurinn fær jörðina ekki keypta — ekki af því að erfingjarnir vilji ekki selja, heldur af því að það er svo erfitt að ná til þeirra. Í þessu tilfelli hefði átt, eins og hjá sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu, að meta jörðina til verðs og gefa ábúandanum kost á að kaupa fyrir það verð.

Ég skal ekki nefna fleiri dæmi, en þessi dæmi sýna það, að þessa ákvæðis er brýn þörf, og einmitt af því, að það er ekki alltaf, sem þessu er beitt, — einmitt af því er það eðlilegra að setja þetta ákvæði inn í þessi l., en ekki inn í tilsk. um erfðir.

Hin ástæðan, sem þeir telja á móti þessu, er sú, að ekkí sé um kaup að ræða, þessi l. séu bara, þegar jörðin sé seld, en þegar eigendaskipti verði fyrir erfðir, sé ekki um kaup að ræða og þess vegna sé óeðlilegt að tala um það í þessum 1. Mér skilst, að þetta sé orðaleikur og annað ekki, að segja, að þetta séu ekki kaup. Ég skil þetta ekki og skil ekki, að þeir, sem finnst, að tilskipunin frá 1850 sé orðin úrelt, skuli ekki vilja ganga inn á þá litlu breyt., sem hér er um að ræða og mundi tvímælalaust gera mikið gagn í þeim dæmum, sem ég nefndi. Annað er nú liðið, svo að ekki kemur til með það, en hitt er ekki liðið, svo að þessi till. getur gert sitt gagn þar. Ég vil eindregið mæla með því, að þessi till. verði samþ.

Ég skal benda á brtt., sem ég lagði fram skriflega fyrir þingfrestunina, sem kom fram fyrir bendingu frá hv. þm. Dal. og nú er búið að prenta á þskj. 215. Brtt. þessi er við till. á þskj. 196, en það mætti skoða hana sem leiðréttingu, þó að hún komi fram sem sérstök brtt.