22.03.1948
Efri deild: 83. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1178 í B-deild Alþingistíðinda. (1848)

79. mál, kaupréttur á jörðum

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég vil aðeins benda hv. þm. Dal. á það, að fasteignamat hefur verið miðað við 65% af kostnaðarverði árið 1939 á mannvirkjum og húsum, og var þetta samþ. af þáverandi fjmrh., Jakob Möller. Það eina, sem Jakob Möller vildi ekki samþykkja, var matið á húsum í Reykjavík, en þar lækkaði hann mat fasteignamatsn. um 10%. Hv. þm. Dal. getur því sakfellt hann fyrir það, hvernig matið var ákveðið, ef honum finnst það of lágt.