16.12.1947
Neðri deild: 34. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í B-deild Alþingistíðinda. (186)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Einar Olgeirsson:

Ég vil út af því, sem hæstv. forsrh. sagði, benda á, að ég minntist á það í minni ræðu, að þótt umr. hæfist ekki fyrr en í kvöld kl. hálf níu, þá mundi það þýða það, að búið væri að útbýta nál. frá mér og brtt. Ég held. að þótt hæstv. forsrh. segi, að mikið hafi verið rætt og hugsað um dýrtíðarmálið, þá hafi ekki mikið verið rætt og hugsað um þetta frv., sem hér liggur fyrir. Og þó að sumt sé dálítið kunnugt, þá eru ýmis ákvæði í því, sem óhjákvæmilega verður að athuga nánar og fá tíma til að bera fram brtt. við. En með því að halda umr. áfram nú, fæst enginn tími til að semja brtt. eða láta prenta þær. Það er tilgangurinn með þingsköpum, að mönnum verði við 2. umr., og þá fyrst og fremst minni hl., gefið tækifæri til að leggja fram sínar brtt. Það eru fyrirmæli í þingsköpum um það, að eigi að líða sérstakur tími, eins og hæstv. forseta er kunnugt, milli 1. og 2. umr., og þá fyrst er sá frestur er liðinn, er ákvæðum þingskapa fullnægt.

Hvað viðvíkur áliti á þinginu og þingræðinu, þá vil ég halda fram, að álit þingsins er sízt aukið með því að ætla að breyta út af þingsköpum og brjóta rétt þm., sem þeim er ákveðinn í þingsköpum, með því að leggja ofurkapp á að flýta framgangi máls. Þessi aðferð gæti smám saman orðið til þess, að ríkisstj. færi að leggja stórmál fram rétt fyrir jól og þvinga þau á örskömmum tíma gegnum þingið.: Með þessu yrði þingræðið gert að hreinum skrípaleik. Ég vil því eindregið mælast til þess við hæstv. forseta, að hann sjái svo um, að réttur minni hl. sé verndaður og frv. ekki tekið til umr., fyrr en nál. og brtt. minni hl. liggja fyrir, en það gæti orðið, eins og ég sagði, fyrir kl. 81/2 í kvöld.