15.03.1948
Neðri deild: 73. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1181 í B-deild Alþingistíðinda. (1870)

183. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 472, er flutt af fjhn. Nd. Það er, eins og grg. ber með sér, fram komið eftir tilmælum frá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna, sem benti á það við þær breyt., sem gerðar voru á s.l. þingi á lögum varðandi útflutningsgjald af sjávarafurðum, að undanþáguákvæði um útflutningsgjald af saltfiski væri fellt niður. Er því hér aðeins um leiðréttingu að ræða, því að það var ekki tilgangurinn hjá n. að afnema þessa undanþágu á saltfiski. Hins vegar er það svo, að þessi löggjöf var og er orðin flókin um útflutningsgjöld, og fjhn. rak sig á það í fyrra, þegar gengið var frá l. Af þeim sökum hefur þetta komið hér inn í löggjöfina. — Þá hefur tollstjórinn óskað eftir að hafa samband við fjhn. varðandi eitt eða önnur atriði, sem leiðrétta þurfi. En það hefur ekki unnizt tími til að athuga það fyrir þessa umr.

Fjhn. óskar, að málið nái fram að ganga nú til 2. umr.