22.03.1948
Neðri deild: 79. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1184 í B-deild Alþingistíðinda. (1899)

177. mál, jarðræktar- og húsgerðarsamþykktir í sveitum

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Þetta litla frv. er komið frá Ed. og er þar fram borið af þeirri ástæðu, að þegar l. um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum voru sett árið 1946, þá hefur ekki verið gáð að því að taka fram í l., hvort byggingar- og nýbýlasjóði beri skylda til að greiða styrki þá, sem gert er ráð fyrir í 21. gr. l. nr. 7 12. jan. 1945. Það þótti rétt að fá þetta ákveðið í l., og þess vegna er þetta frv. fram borið. Sú eina breyt., sem hér er nm að ræða, er sú, að hér er gert ráð fyrir, að ríkissjóður greiði þann styrk, sem ber að greiða til þessara hluta, beint, en ekki í gegnum Búnaðarbankann, eins og upphaflega var gert ráð fyrir í l. um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir.

Landbn. telur sjálfsagt, að þetta frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir, og mælir með því.