22.03.1948
Efri deild: 83. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1196 í B-deild Alþingistíðinda. (1926)

173. mál, skipun prestakalla

Bjarni Benediktsson:

Ég er því sammála, að prestar í landinu séu of margir, miðað við þá breytingu, sem orðin er á byggð og fólksfjölda á einstökum stöðum í landinn, og tel nauðsyn á því að endurskipuleggja alla prestalöggjöfina, og vegna þess að mér er ljóst, að sú endurskipulagning leiðir til þess, að prestum verði fjölgað þar, sem fólksfjöldi er yfir 5000, þá tel ég sjálfsagt að samþykkja þetta frv., því að sjáanlegt er, að sóknarbörnin mega ekki vera fleiri en 2–3 þús., ef presturinn á að gera gagn. Segi ég því nei við dagskrártill.