18.03.1948
Neðri deild: 75. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1200 í B-deild Alþingistíðinda. (1948)

118. mál, hitaaflstöð og hitaveita á Ísafirði

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Fjhn. hefur skilað hér áliti um þetta mál á þskj. 516. Það er sameiginlegt álit okkar nm., að hér sé um mjög athyglisvert mál að ræða og mjög þýðingarmikla tilraun til þess að gera sér grein fyrir nýrri raforkuvinnslu fyrir ýmsa kaupstaði úti um land og aðra staði, sem búa við þá aðstöðu að hafa ekki góð skilyrði til vatnsaflsvirkjana til raforkuframkvæmda.

Hér er um mál að ræða, sem er nýtt hjá okkur og umfangsmikið og þarf þess vegna að sjálfsögðu mjög rækilegrar rannsóknar við til viðbótar þeirri rannsókn, sem þegar hefur farið fram og getið er um í því fskj., sem hér fylgir með nál.

Eins og greinir í nál., erum við 3 fjhnm., sem leggjum til, að frv. verði samþ. En 2 nm. telja hins vegar enga töf að því, þó að lagasetningin biði þess, að fullnaðarathugun sé lokið. Það er í rauninni ekki mikið, sem hér ber á milli. Við 3 leggjum til, að málið sé samþ. nú, því að þarna er um heimildarl. að ræða, og þá er sjálfsagt að gera ráð fyrir, að það fari eftir þeim úrslítum, sem rannsóknirnar leiða í ljós, að hve miklu eða litlu leyti þessi heimild yrði síðan notuð af ríkisstj. En það kann annars að vera nokkur töf að því, ef þetta verður ekki samþ. á þessu þingi, og við teljum ástæðulaust að vera á móti, vegna þess að hér er aðeins um heimildarl. að ræða.

Þessi afstaða okkar er í samræmi við álit raforkumlálastjórans, Jakobs Gíslasonar, sem fram kemur í bréfi hans til fjhn. og er fskj. nr. 1 í nál. hennar.

Við leggjum þess vegna til, að frv. verði samþ.