16.12.1947
Neðri deild: 34. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í B-deild Alþingistíðinda. (197)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Frsm. minni hl. (Einar Olgeirsson):

Herra forseti. — Eins og frá hefur verið skýrt, þá hefur fjhn. klofnað um þetta mál, eins og líka vænta mátti. Ég hef lagt fram brtt. mínar og nál. minni hl. n., og skal ég nú gera grein fyrir afstöðu minni.

Hvað snertir I. kaflann og 1. gr. hans, þá er það að segja, að sú yfirlýsing um stefnu og tilgang frv., sem sú gr. fjallar eingöngu um, er í algeru ósamræmi við það, sem á eftir fer í hinum köflum frv., þannig að sú yfirlýsing verður yfirskin eitt, því að í frv. er beinlínis stefnt að því að auka dýrtíðina, en engar ráðstafanir til að hindra atvinnuleysi eða að tryggja sjávarútveginn. Þessi gr. er því alröng. Ég tók þá afstöðu að verða andvígur þessu frv., en fannst þó rétt að gera till. til breytinga á því, þótt mér hafi alls ekki unnizt tími til þess, því að þær breyt., sem gera þyrfti, eru mjög margar, þar hefði þurft að koma alger breyting. Ég hef nú athugað frv. nokkuð, en H. kafla hefur mér ekki unnizt tími til að athuga sem skyldi. Við sósíalistar lýstum yfir því, þegar við bárum fram dýrtíðarfrv. okkar, að ef það fengi góðar undirtektir, mundum við koma fram með till. um tekjuöflunarleiðir. Þannig mundum við nú, ef eitthvað af mínum brtt. við þetta frv. yrðu samþykktar, bera fram við 3. umr. till. um tekjuöflun, sem mundi verða jafnvel enn ríflegri en hér er gert ráð fyrir, en þá yrði tekið meira af þeim, sem breiðust hata bökin. Ég lagði á það áherzlu við 1. umr. þessa máls, að með II. kafla væri ekki verið að taka af auðmönnum, eins og bæri að gera, heldur væri hér um algert handahóf að ræða. Eins og ég tók fram áðan, hefur mér ekki gefizt tími til að kryfja þann kafla til mergjar og mun því ekki flytja brtt. við hann við þessa umr. Ég spurði um það við 1. umr., hvað ríkisstj. áætlaði, að á kvæði þessa kafla mundu gefa ríkissjóði í aðra bönd. Ég hef ekkert svar fengið við þeirri spurningu. Ég sagði í gær, og því er ómótmælt enn, að í Rvík væru 200 auðmenn, sem ættu um fimm hundruð millj., þannig að með 10% skatti á þessa menn væri hægt að ná í 50 millj., og er það meira en hæstv. ríkisstj. getur vænzt að fá með sínum till. Við sósíalistar munum því bera fram till. til tekjuöflunar seinna.

Höfuðkafli frv. er III. kaflinn, og höfuðgrein hans er 12. gr. Ég hef áður bent á, hvílíkt óréttlæti slíkt ákvæði er. Nú eru sjómenn og verkamenn hér í næsta nágrenni okkar að ausa upp óhemju miklum auði, þeir ausa upp slíku ógrynni af síld, að bara ef ríkisstj. gæti veitt öllum aflanum viðtöku, þá vissi hún ekki, hvað hún ætti að gera við hann. Þessi vertíð er nú að verða svo gjöful, að slagar upp í sumarvertíðina, og sjómenn og verkamenn hér og á Siglufirði leggjzt mikið á sig, vaka dag og nótt til þess að veiða og vinna að aflanum, og þá er það hart, að Alþ. og ríkisstj. ætli nú að verðlauna þessa menn með því að rýra verulega laun þeirra. Það er hart, að ríkustu mönnum sé gert kleift að halda eftir auði sínum, en hinir, alþýða þessa lands, eigi að bera byrðarnar. Vegna þessa einheitum við sósíalistar till. okkar að því að fá þetta óréttlæti numið burt. Nú hafa ráðh. hæstv. ríkisstj. lagt áherzlu á það, að við sósíalistar höfum í frv. okkar og í grg. fyrir því lagt til, að vísitalan ætti að haldast í kringum 300 stig. Þetta er alveg rétt, en till. okkar í þessu efni miðast við það, að það sé gert með ráðum og að þjóðarbúskapurinn verði betur skipulagður og að svo miklu leyti sem einhverjar byrðar yrðu lagðar á fólkið, þá yrðu það þeir ríkustu, sem bæru þær, en ekki þeir fátækustu. Ég legg því til á þskj. 205, að III. kaflanum sé gersamlega breytt. Fyrirsögnin verði: „Um niðurfellingu tolla á ýmsum nauðsynjavörum.“ Og þetta mundi hafa þær afleiðingar á vísitöluna, að hún mundi lækka sem munar því fé, sem ríkisstj. ætlar að ræna af almenningi. Hins vegar ætti ríkisstj. að hætta að leggja tolla á þær nauðsynjavörur, sem koma inn í vísitöluna, og mundi ríkissjóður þá sleppa við að greiða launþegum uppbætur vegna þessara tolla. Það er hrein og bein Kleppsvinna að greiða slíkar uppbætur. Þessi brtt. okkar sósíalista er því aðalatriðið í brtt. okkar, og afstaða okkar til frv. mun fara eftir því, hvernig þessari brtt. verður tekið, og ef þessi brtt. mín nær samþykki, þá mun frv. þetta ná samþykki okkar sósíalista í gegnum þingið.

Um IV. kafla frv. ræði ég ekki, og er 17.–20. gr. um sama efni sem fyrir er í 1. Um 21. gr. hefur n. ekki rætt ýtarlega. Í ágúst 1942 var samþ. þáltill. um útflutningsuppbætur á kjöt, og var þar með samþ. fordæmi til að ná fé úr ríkissjóði á þennan hátt, en það var gert gegn atkv. okkar sósíalista. Ég hef engar upplýsingar um þetta atriði nú, en mér er vel kunnugt um. hvernig það hefur komizt inn í frv., að greiddar skyldu uppbætur á útflutt kjöt. Framsfl. hefur sótt þetta fast að fá þessa breyt. fram og hefur hvergi sparað að hafa í frammi hótanir við samstarfsflokka sína í ríkisstj. til að fá þessa kröfu samþ. Síðan hefur Sjálfstfl. talið sig geta gengið að þessu skilyrði Framsóknar, ef auðmönnunum innan Sjálfstfl. yrði sleppt. Á þessum grundvelli hefur ef til vil] samkomulag náðst um frv. þetta, og Alþfl. hefur sett sitt skilyrði, að Stefán Jóhann sæti kyrr á sínum valdastól og sæi um, að alþýða landsins borgaði dýrtíðarráðstafanir ríkisstj. Ekki er ólíklegt, að kjötuppbæturnar hafi komið inn í frv. á slíkan hátt.

22. gr. frv. þarf að athuga nánar, og mun ég ekki ræða hana að svo stöddu. Á þskj. 205 er lagt til að lækka vexti af lánum til sjávarútvegsins í 21/2%, og mundi slíkt hafa geysilega þýðingu fyrir útveginn, en það er þegar sýnt, að Landsbankinn græðir nóg til að geta lánað til þessara framkvæmda með þessum vaxtakjörum. Þjóðbankinn getur fyllilega borið þetta. Enn fremur þurfa vátryggingargjöld að lækka, og er lagt til, að þau lækki í 4% — ættu jafnvel að geta lækkað í 3%. Slíkt er geysilegur sparnaður fyrir útgerðina. Nú sem stendur eru í l. ákvæði um, að bátar séu skyldaðir til að vátryggja á ákveðnum stað, enda þótt hægt sé að tryggja með lægri iðgjöldum annars staðar. Þá er enn fremur í brtt. mínum lagt til, að ríkissjóður endurgreiði kr. 4.00 pr. síldarmál. Ég fer ekki út í þá sálma hér. Hv. þm. er vel kunnugt um, hvað það þýðir. Sama er um d-lið þessarar brtt., að gefa útvegsmönnum kost að færa afborganir af lánum, sem greiða átti á þessu ári, yfir á næsta ár. Það er hart, ef á að ganga að útgerðarmönnum, þegar vitað er, að þeir hafa orðið að stríða við þrjú síldarleysisár. Er því ekki nema réttmætt að gefa bátaútveginum kost á því að velta einhverju af skuldabyrðinni af sér á komandi vertíð, og ætti því að skylda þjóðbankann til að veita útveginum áframhaldandi lán, svo að útvegsmenn geti gert út. Þá er einnig lagt til, að ríkisstj. geri ráðstafanir til, að hægt verði að útvega sem flestar nauðsynlegar útgerðarvörur ódýrari en nú á sér stað. Enn fremur er lagt til, að ríkið hafi með höndum einkasölu á olíu og lækki með því olíuverðið. Þá er 26. gr. orðuð upp úr fyrri l., en enn virðist allt vera óákveðið um, hvort bátarnir fari af stað eftir nýár eða ekki, og hæstv. ráðh. hefur ekki gefið hér neina yfirlýsingu um það.

Um VI. og VII. kafla frv. er það að segja, að ég er á móti báðum þessum köflum. VI. kaflinn fjallar um framlengingu á þeim tollaálögum, sem ríkisstj. lagði á herðar almenningi í vor, er leið, og ég hélt nú satt að segja, að hæstv. stjórn yrði ekkert glöð yfir því að framlengja þessi ákvæði. VII. kafli er ekki annað en að bætt er alþingissamþykkt ofan á alþingissamþykkt. Þessi veituskattur er áframhaldandi Kleppsvinna. Það er verið að leggja tolla á brýnustu nauðsynjar manna, og tekjum ríkissjóðs er svo varið til að borga hallann. Þetta er óréttlát aðferð, eins og allir sjá, og þetta eru engin vinnubrögð. Með framlengingu fyrri tolla og með viðbót hinna nýju er aðeins verið að auka dýrtíðina í landinu. Það er verið að stuðla að því, að verðbólgan vaxi. Hæstv. ríkisstj. hefur ekki mótmælt þessu. Þessir tollar munu valda 3.5% vísitöluhækkun. M.ö.o., bein kauplækkun launþeganna nemur þá yfir 10%. Ég mun því greiða atkv. gegn þessum köflum frv.

Nú vil ég vekja athygli hv. þdm. á því, að hæstv. forsrh. gerði lítið úr þeirri launalækkun, sem ríkisstj. boðar, og talaði um 5% lækkun launa. En hæstv. ráðh. minntist ekki einu orði á það, að erlendu vörurnar hækki. Vísitalan er nú um 380 stig. en kaup hefur verið greitt með vísitölu 328. Hin 50 vísitölustigin hafa verið greidd niður úr ríkissjóði. Eftir að Alþ. hefur samþ. svona l., er 10% launalækkun ákveðin. M.ö.o., ríkisstj. ætlar að reyna að nota vald Alþ. til að lækka laun verkalýðsins, á sama tíma og hún sleppir að mestu stóreignamönnum landsins frá verulegum sköttum. Hæstv. dómsmrh. sagði í gær, að hér væri fastur grundvöllur fenginn, en það væri ekki hægt að taka stærri spor í einu, en mestu máli skipti þó, að vísitalan væri fest. Hæstv. ráðh. lýsir yfir því, að mestu máli skipti það, að hlutur auðmannanna sé tryggður, en um leið sé lagður grundvöllur til að höggva stærra skarð í rétt verkamanna og launþega á Íslandi. Hæstv. forsrh. talar um 5% launaskerðingu, en hæstv. dómsmrh. lýsir yfir því, að ekki sé hægt að taka stærri skref í einu. Þessi 5% er ekki mikið, en það er hægt að færa sig upp á skaftið síðar, og það er þetta vald, sem ríkisstj. vill fá í hendur og framkvæma án þess að spyrja nokkurn að. Það er þetta, sem mestu máli skiptir, sagði hæstv. dómsmrh., Bjarni Benediktsson. Hrunáætlunin er nú fullsamin, og það er unnið að skipulagningu atvinnuleysis. Hitt, að reyna að tryggja atvinnu í landinu, um það er ekki eitt atriði að finna í þessu frv. Nei, þessi ríkisstj. virðist nú hvergi smeyk, því að nú eru 3 ár til kosninga, ef allt fer eins og til er ætlazt. Nú situr að völdum ríkisstj., sem er í einu og öllu fyrir auðmennina á Íslandi. Ef Framsókn skyldi heimta kosningar í vor, þá er hún keypt og spurð: Hve margar milljónir viljið þið fá til ráðstöfunar? — Í kjölfar þessa skal kné fylgja kviði. Þess vegna er reynt að skapa atvinnuleysi strax í ár, og í kjölfar þess er skipuð launalækkun.

Annars verð ég að segja það. að framkoma hæstv. forsrh. og hæstv. dómsmrh. hefur verið með endemum. Það er hart, þegar þm. verða að horfa upp á það, að maður úr annarri d., eins og hæstv. dómsmrh., eys út úr sér öðrum eins fúkyrðum og hann gerði hér. Hann kom með þá sögu í gær, að ég hefði beðið um að vera í fjárhagsráði, og talaði háðulega um, að ég hefði knékropið. Það er rétt, að ég segi frá því, hvernig. þessu máli var varið. Það hefur verið siður, þegar opinberar n. eru skipaðar, að taka tillit til styrkleika þingflokkanna. Þannig var það um nýbyggingarráð og viðskiptaráð á sínum tíma. Það þótti vera lýðræðislegt, að stjórnarandstaðan hefði sína fulltrúa í þessum n. Þegar núv. stjórn var mynduð, var gengið út frá því, að einhver fulltrúi frá sósíalistum yrði í fjárhagsráði, þótt ekki væri beðið um það af hálfu Sósfl. Þetta var svo kunnugt, að ég átti tal við hæstv. forsrh. og spurði hann, hvort þetta hefði komið til mála, og sagði hann það vera rétt. Ég sagði honum, að ég færi ekki fram á þetta, en þar sem ég var að fara til útlanda, bað ég hann að síma mér út, ef af þessu yrði. Sósfl. bar ekki fram neina ósk um það að fá fulltrúa í fjárhagsráði, en ég veit hins vegar, að stjórnarflokkarnir gengu út frá því, að svo yrði, þangað til í sömu viku og það var skipað, enda var mér sagt frá því í Stokkhólmi viku áður af einum af meðlimum ráðsins. Úr þessu varð þó ekki.

Ég hef ekki kvartað, og ég hef ekki sótzt eftir embættum hjá ríkinu. Mér finnst því leiðinlegt, þegar hæstv. dómsmrh. skrökvar upp svona sögum til þess að gera minna úr andstæðingum sínum. Hitt er svo annað mál, að þetta geta ekki talizt lýðræðisleg vinnubrögð. Á norræna þingmannafundinum var talað um nauðsyn þess að vernda rétt minni hl., en hæstv. dómsmrh. vill innleiða aðrar venjur. Sósfl. er fulltrúi 20% þjóðarinnar, og þeir hlutir, sem fjárhagsráð hefur með höndum, varða atvinnulíf allra Íslendinga. En stjórninni er illa við, að fulltrúi frá Sósfl. eigi þar sæti og að það komist upp, að verið er að skipuleggja atvinnuleysi í stað framkvæmda. Öðrum ásökunum hans vísa ég til föðurhúsanna. Hann hefur orðið sannur að sök sem opinber ósannindamaður varðandi sölu á íslenzkum afurðum. Hann er eins konar persónugervingur 2. síðu í víðlesnasta blaði landsins, þar sem hann endurtekur ósannindi sín, blaði, sem gefið er út af ríkri auðmannastétt og lifir á auglýsingum heildsalanna, en blað alþýðunnar í landinu er lítið og hefur yfir litlu fé að ráða, þess vegna er hægt að halda uppi blekkingunum. Þessi rakalausi áróður minnir á auðmannastéttina þýsku, er hún bjó sig undir að koma Hitler til valda. Það er hart fyrir íslenzka alþm. að sjá mann, sem heita á ráðh., gjóta augunum upp í þingmannastúkuna til þess að sjá, hvernig fulltrúa þess erlenda stórveldis, er hann vinnur fyrir, líki við vikapilt ameríska auðvaldsins. Annað eins hefur aldrei komið fyrir ráðh. þau 10 ár, sem ég hef setið á þingi. Í umr. um framkvæmd Keflavíkursamningsins lýsti hann yfir því, að málið ætti að fara til n. En þegar málið hafði verið rætt og sýnt hafði verið fram á, að hæstv. dómsmrh. lætur viðgangast, að brotin séu 10–20 íslenzk lög, án þess að gera neitt, og beinlínis stuðlar að smygli hinna amerísku vina sinna, — þegar það er sannað, að illa var staðið á verði fyrir íslenzkum hagsmunum og rétti og lagabrot látin viðgangast, þá urðu stuðningsmenn hæstv. dómsmrh. að bjarga honum frá þeirri smán, sem rannsókn málsins hefði haft í för með sér fyrir hann, með því að vísa málinu frá. Það er hart, að þessi hæstv. ráðh. skuli dirfast að koma fram á þann hátt, sem hann gerir.

Ég vil bara segja það, að ef hæstv. stjórn óskar eftir því að fara inn á umr. í þeim stíl, sem hæstv. dómsmrh. hefur talað, þá er það hægt, en ég mun svara litlu af því, sem hann sagði, þótt tilefni væri. En ef halda á áfram, þá mun sá herra fá að heyra jafnvel bitrari orð en hann fékk að heyra, er flugvallarsamningurinn var til umr.

Ég bið hv. þm. að athuga þær brtt., sem ég hef flutt, og athuga, hvort ekki er vert að taka tillit til þeirra og hindra það óheillaverk, að frv. verði samþ. óbreytt.