06.02.1948
Neðri deild: 52. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1218 í B-deild Alþingistíðinda. (1995)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að beina þeirri fyrirspurn til hæstv. ríkissj. vegna blaðaummæla. sem höfð eru eftir brezka útvarpinu þess efnis, að hæstv. forsrh., Stefán Jóh. Stefánsson, hafi látið þau ummæli falla við fréttamenn erlendis, að hann væri ekki sammála afstöðu skandinavísku landanna til einingar Vesturlanda, og sagt meðal annars: „Vér Norður-Evrópumenn tilheyrum Vestur-Evrópu“. Út af þessu vil ég leyfa mér að spyrja, hvort ríkisstj. sé kunnugt um, hvort þessi frétt sé rétt, og ef svo er, þá hvort hún sé gefin í samráði við eða með samþykki ríkisstjórnarinnar.