06.02.1948
Neðri deild: 52. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1219 í B-deild Alþingistíðinda. (1999)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Einar Olgeirsson:

Ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. samgmrh. að því, hvort það, sem forsrh. segir opinberlega erlendis, sé ekki símað til ríkisstj. jafnóðum. Það sýnist vera harla óviðkunnanlegt, að forsrh. gefi yfirlýsingar, án þess að hann ráðfærði sig við ríkisstj., auk þess sem það er alveg ófært, að erlendar útvarpsstöðvar og erlend blöð birti slíkar yfirlýsingar, áður en ríkisstj. hefur fengið hugmynd um efni þeirra. Hvað snertir sjálfa afstöðu ráðh., þá hélt ég, að það hefði verið rætt í ríkisstj., að forsrh. tæki ekki opinbera afstöðu til málsins á þessu stigi. Það er að sjálfsögðu alveg rétt hjá samgmrh., að það er óvist, hvaða stefna verður tekin í þessu máli, en einmitt þess vegna vil ég þakka ráðh. fyrir, að hann ætlar að sjá svo um, að Alþingi fái að ræða málið, áður en landið verði á nokkurn hátt bundið með yfirlýsingum ríkisstj.